Alhuga
OKKAR Á MILLI
OKKAR Á MILLI
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Langar þig að gera eitthvað skemmtilegt með barninu þínu? Eitthvað sem tengir ykkur saman og opnar á samskipti? OKKAR Á MILLI er samskiptadagbók sem nýtist foreldrum við að styrkja og efla tengslin við börnin sín.
Samskiptadagbókin inniheldur yfir 60 skemmtilegar spurningar af ýmsu tagi sem ætlaðar eru fullorðnum aðila og barni að svara til skiptis. Bókin er látin ganga þeirra á milli eins og póstsending, þ.e. áður en þau hefjast handa hafa þau valið sendingarleið sín á milli (t.d. föndra eigin póstkassa, setja undir koddann hjá hvort öðru eða stilla henni upp hjá morgunkorninu). Hugmyndin er að svara einni spurningu á dag, foreldrið fyrsta daginn, barnið næsta o.s.frv. en án allrar tímapressu. Enda á þetta að vera jákvæð upplifun, ekki kvöð.
Spurningarnar eru litaskiptar eftir því hvort barn eða foreldri á að svara og misjafnt hvort þau fái eins spurningu eða ekki. Spurningarnar eru af ýmsum toga, allt frá því að spyrja út í val á ofurkröftum og “hvort myndir þú frekar”, til dýpri spurninga á borð við uppáhalds minningu og framtíðarsýn.
Bókin hentar öllum börnum og fullorðnum sem eru lesandi og skrifandi. Einnig er hægt að nýta bókina með börnum sem ekki hafa þá færni með því að fylla bókina út í sameiningu þar sem foreldri les og skrifar fyrir barnið.
Samskiptadagbókin Okkar á Milli hentar öllum fjölskyldugerðum.
Njótið vel og góða skemmtun!
Share

